Valeska ehf var stofnað á Dalvík í október 2009 af Óskari Óskarssyni og Lilju Björk Ólafsdóttur. Félagið var upphaflega stofnað til að sinna löndunarþjónustu úr togurum Samherja á Eyjafjarðarsvæðinu og í framhaldi var farið að smíða vörubretti til að útvega starfsmönnum löndunar auka vinnu.
Valeska tekur við löndunum úr togurum Útgerðarfélags Akureyringa á Akureyri og sama ár tók félagið einnig að sér að sjá um frystilandanir úr togurunum Oddeyrinni og Snæfelli fyrir Samherja.
Valeska og Samherji taka yfir rekstur Fiskmarkaðs Dalvíkur og reka hann í dag undir nafninu Fiskmarkaður Norðurlands með starfsstöðvar á Dalvík, Grímsey, Árskógsströnd, Hrísey, Akureyri og Hafnarfirði.
Valeska eignast fyrirtækið PE plastsuða ehf en það fyrirtæki sér um viðgerðir á fiskikerjum úr plasti. Í framhaldi var gerður samstarfssamningur við iTub um að sjá um allar viðgerðir á þeim fiskikerjum sem iTub leigir út hér á landi.
Eigendur Valeska eignast fyrirtækið Löndun ehf en það fyrirtæki hafði áður séð um megnið af þeirri löndunarþjónustu sem veitt er á höfuðborgarsvæðinu, þ.e. í Reykjavík og Hafnarfirði.
Eigendur Valeska eignast fyrirtækið Vörubretti ehf, rótgróið fjölskyldufyrirtæki sem var í vörubrettaframleiðslu ásamt því að vera í timburinnflutningi, bæði á brettaefni og einnig í innflutningi á harðvið fyrir álfyrirtækið RioTinto.
Félögin Löndun, Vörubretti og Valeska sameinuð undir kennitölu og nafni Valeska.
Í byrjun árs 2025 sameinast KAT ehf og Valeska ehf í eitt félag undir nafni KAT ehf. Allur rekstur fer fram undir þessu nýja félagi.